Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð um félagið

Lindarhvoll ehf. var stofnað til þess að annast um­sýslu, fulln­ustu …
Lindarhvoll ehf. var stofnað til þess að annast um­sýslu, fulln­ustu og sölu á eign­um rík­is­sjóðs. Mynd/mbl.is

Lind­ar­hvoli ehf. ber að veita Frigus II ehf. aðgang að álits­gerð sem MAGNA lög­manns­stof­an vann fyr­ir for­sæt­is­nefnd Alþing­is varðandi sölu Lind­ar­hvols á Klakka ehf. sem hét áður Ex­ista. 

Úrsk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að þess­ari niður­stöðu í dag í máli Lind­ar­hvols.

Álits­gerðin tek­ur fyr­ir hvort af­henda ætti grein­ar­gerð Sig­urðar Þórðar­son­ar, fyrr­ver­andi setts rík­is­end­ur­skoðanda, um mál­efni Lind­ar­hvols frá 2018.

Grun­ur um að selt hafi verið á und­ir­verði

Eins og áður hef­ur verið greint frá er Frigus II í eigu Sig­urðar Val­týs­son­ar, Ágústs Guðmunds­son­ar og Lýðs Guðmunds­son­ar en fé­lagið krafðist aðgangs að gögn­um MAGNA. Fé­lagið hef­ur þá stefnt Lind­ar­hvoli og ís­lenska rík­inu og kraf­ist 650 millj­óna í skaðabæt­ur vegna sölu Lind­ar­hvols á Klakka sem var þá í eigu rík­is­ins.

Lind­ar­hvoll var stofnað 2016 til að sjá um eign­ir sem ríkið fékk til sín í kjöl­far banka­hruns­ins. Lind­ar­hvoli var skylt að gæta hags­muna rík­is­ins og fá besta mögu­lega verð fyr­ir fyr­ir all­ar þær eign­ir. Grun­ur hef­ur verið um að marg­ar eig­urn­ar hafi verið seld­ar á und­ir­verði.

Op­in­bera ekki grein­ar­gerðina þrátt fyr­ir kröf­ur

Mikið hef­ur verið deilt um það á Alþingi hvort grein­ar­gerð Sig­urðar Þórðar­son­ar skuli vera birt en án ár­ang­urs þrátt fyr­ir kröfu ým­issa þing­manna. Á mánu­dag­inn kusu þing­menn Alþing­is um hvort heim­ila ætti tveim þing­mönn­um að leggja fyr­ir­spurn um málið til for­seta þings­ins en þeim var synjað um það af meiri­hluta þings­ins.

Rík­is­end­ur­skoðun sendi frá sér til­kynn­ingu á dög­un­um um grein­ar­gerð Sig­urðar Þórðar­son­ar þar sem kom fram að fara ætti með grein­ar­gerðina sem vinnu­skjal í sam­ræmi við lög um rík­is­end­ur­skoðanda. Þá ít­rek­ar embættið að það sé ekki á valdi Alþing­is að veita aðgang að vinnu­skjali sem verður til við lög­bund­in störf og að verk­efn­inu væri ekki lokið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert