Neyðarskýlin opin lengur í gær vegna kuldans

Neyðarskýlið á Lindargötu.
Neyðarskýlið á Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðar­skýl­in í Reykja­vík voru opin leng­ur í gær vegna kuld­ans, eða til klukk­an tólf á há­degi en ekki tíu eins og vana­lega. Sól­ar­hring­sopn­un hef­ur þó ekki verið um helg­ina.

Neyðaráætl­un vegna veðurs í mála­flokki heim­il­is­lausra er virkjuð þegar fólki er al­mennt ráðlagt að halda sig inni við, í app­el­sínu­gul­um og rauðum veðurviðvör­un­um, eða í miklu frosti vegna auk­inn­ar hættu á of­kæl­ingu.

Ekki er miðað við ákveðið hita­stig, held­ur er staðan met­in hverju sinni, meðal ann­ars hvort mik­ill vind­ur sé í kort­un­um.

Alltaf fylgst með veðri

Kalt hef­ur verið um helg­ina en í gær­morg­un mæld­ist mesta frost í Reykja­vík í mars­mánuði frá því árið 1998.

Neyðaráætl­un­in var ekki virkjuð um helg­ina, en alltaf er þó fylgst með veðri og brugðist við ef þess þarf, að sögn Hólm­fríðar Helgu Sig­urðardótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Umræða opn­ast

Kuldatíðin í vet­ur hef­ur beint at­hygli Íslend­inga að mál­efn­um heim­il­is­lausra. 

Heim­ils­laus­ir vöktu einnig at­hygli á stöðu sinni á sam­fé­lags­miðlum í des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert