Leyndin yfir gögnunum orðið sjálfstætt vandamál

Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, krafði Birgi Ármanns­son, for­seta Alþing­is, svara um það við upp­haf þing­fund­ar í gær hvort hann liti svo á að úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál bannaði birt­ingu grein­ar­gerðar um Lind­ar­hvol ehf. 

Birg­ir hef­ur borið fyr­ir sig að grein­ar­gerðin sé vinnu­skjal og því sé af­hend­ing henn­ar ekki heim­il. Sagði hann úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál í þrígang hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„For­seti lít­ur svo á að þau lög­fræðilegu sjón­ar­mið sem komi fram í a.m.k. þrem­ur úr­sk­urðum úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál frá 2021 hafi veru­legt vægi við lög­skýr­ingu hvað álita­mál varðar og er sam­bæri­legt stöðu þess skjals sem hér er til umræðu.“

Staðan dap­ur­leg

Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, og Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar end­ur­tóku spurn­ingu Bergþórs þegar fund­ar­stjórn for­seta var gagn­rýnd.

Sig­mar sagði stöðuna ein­fald­lega dap­ur­lega og að leynd­in yfir gögn­un­um væri orðin sjálf­stætt vanda­mál sem skaðaði hags­muni al­menn­ings, Alþing­is auk hags­muna Rík­is­end­ur­skoðunar.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Há­kon
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert