Allt tiltækt slökkvilið og hús í hættu

Eldurinn hafði læst sig í útihús.
Eldurinn hafði læst sig í útihús. mbl.is/Arnþór

Stutt er í að liðsauki muni berast til að takast á við erfiðan sinubruna sem upp kom vestan við álverið í Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru „einhver“ hús í hættu. 

Tekið er fram að um er að ræða minni hús sem ekki er búið í. Eldurinn kom upp á jörðinni Streng en á jörðinni eru meðal annars Óttarsstaðir sem mörgum eru kunnugir og eru þeir vel sýnilegir frá Reykjanesbraut.  

Svæðið þykir erfitt yfirferðar.
Svæðið þykir erfitt yfirferðar. mbl.is/Arnþór
Slökkviliðsmaður á vettvangi.
Slökkviliðsmaður á vettvangi. mbl.is/Arnþór

Nokkur hundruð metrar

Að sögn vaktmanns slökkviliðsins er svæðið sem eldurinn nær til nokkur hundruð metrar að lengd. Mikill vindur sem og landsvæði sem er erfitt yfirferðar torveldar slökkvistarf.

Vindur blæs úr austri og því litlar líkur á því að sinubruninn muni teygja sig í átt að byggð eins og sakir standa. 

Sinubruninn er sagður ná yfir nokkur hundruð metra svæði og …
Sinubruninn er sagður ná yfir nokkur hundruð metra svæði og mikill vindur gerir það að verkum að eldurinn breiðist hratt út. mbl.is/Arnþór

Á þessari stundu eru 20 slökkviliðsmenn við slökkvistarf og von er á tíu til viðbótar. Fer þá nærri að allt tiltækt slökkvilið verði að störfum að sögn vaktmanns.

Bíll sem skemmst hefur í brunanum.
Bíll sem skemmst hefur í brunanum. mbl.is/Arnþór
Mikinn reyk stígur frá svæðinu.
Mikinn reyk stígur frá svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert