Sina brennur á jörðinni Streng vestan við álverið í Straumsvik. Slökkviliðið hefur glímt við sinubrunann í um klukkustund og kalla hefur þurft út liðsauka til að glíma við eldinn.
Að sögn vaktmanns Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gengur illa að eiga við eldinn og aðstæður erfiðar þar sem sinueldurinn er umvafinn hrauni auk þess sem gras er mjög þurrt.
Bærinn Óttarsstaðir er á jörðinni við Streng og er mörgum kunnur sem eiga leið um Reykjanesbraut.