Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að einstaklingur hefði farið óvarlega með einhvers konar eldfæri í fjöruferð á vegum skólans með þeim afleiðingum að eldur kviknaði sem ekki var ráðið við.
Nú hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfest í dagbókarfærslu að maður sem kveikti á kúlublysi hafi valdið skaðanum. Fjárhús og hlaða urðu eldinum að bráð auk þess sem bifreið skemmdist. Þá sluppu tvö hús naumlega.