Eins til eins og hálfs kílómetra svæði

Sinubruninn í gær.
Sinubruninn í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svæðið sem brunnið hefur í nágrenni Straumsvíkur síðan í gær nær líklega um einn til einn og hálfan kílómetra í suður og er um 100 til 200 metra breitt.

Þetta segir Þorsteinn Gunnarsson, varðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í umfang sinubrunans.

Slökkviliðsmenn á vettvangi slökktu um tíuleytið í morgun lítinn eld sem kviknaði vestan við húsið Straum í Straumsvík, þar sem sinubruninn hófst í gær. „Þeir sáu um þetta, annars mallar þetta í rólegheitunum,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka