Fjórir slökkviliðsmenn munu vakta sinubrunann í Hafnafirði í nótt. Settar hafa verið upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu brunans.
„Það er líka einn gamall slóði þarna niður og við ætlum að reyna taka þetta þar. Það er vonlaust að vera þarna um allt hraunið með slöngur og dót,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Bruninn kom upp vestan við álverið í Straumsvík fyrr í dag. Maður sem kveikti á kúlublysi olli skaðanum.
„Já ég ætla að vona það,“ segir varðstjórinn spurður hvort hann búist við því að slökkviliðið muni ná að slökkva eldinn á morgun.
Eftir hádegi í dag kviknaði eldur í gróðri sunnan við álverið í Straumsvík. Eldur logar enn í mosa á mörgum stöðum í...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Fimmtudagur, 23. mars 2023