Beiðast nýs mats í hoppukastalamáli

Hoppukastalinn Skrímslið er 1.720 fm að stærð og vegur sex …
Hoppukastalinn Skrímslið er 1.720 fm að stærð og vegur sex tonn. Tíu börn hlutu meiðsli þegar eitt horna hans fauk upp 1. júlí 2021. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta snýr að nýrri mats­beiðni sem þrír ákærðu standa sam­an að því að leggja fram,“ seg­ir Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, einn verj­enda í hoppu­kastalamál­inu svo­kallaða á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is, spurður út í fyr­ir­töku í mál­inu við Héraðsdóm Norður­lands eystra í gær.

Seg­ir Ein­ar mats­beiðnina á veg­um þeirra þriggja, af fimm ákærðu í mál­inu, sem eru á veg­um Ævin­týra­lands Perlunn­ar, eig­anda hoppu­kastal­ans. Hinir tveir eru for­svars­menn Knatt­spyrnu­fé­lags Ak­ur­eyr­ar en rekst­ur hoppu­kastal­ans á Ak­ur­eyri var í sam­starfi við hand­knatt­leiks­deild fé­lags­ins.

Listi yfir hugs­an­lega mats­menn

Í nýju mats­beiðninni sé að finna nokkr­ar viðbót­ar­spurn­ing­ar sem beiðend­ur telji nauðsyn­legt að fá svör við til að varpa frek­ara ljósi á máls­at­vik en tíu börn slösuðust 1. júlí 2021 þegar vind­hviða reif hluta kast­al­ans, sem er 1.720 fer­metr­ar að flat­ar­máli, upp með þeim af­leiðing­um að eitt horn hans lyft­ist marga metra frá jörðu og lagðist inn yfir hopp­flöt kast­al­ans en 108 börn voru þá við leik í hon­um.

„Lagður var fram listi yfir verk­fræðinga og veður­fræðinga og fall­ist dóm­ari á beiðni um nýtt mat finn­ur hann tvo mats­menn til að svara þess­um spurn­ing­um,“ seg­ir Ein­ar og kveðst reikna með úr­sk­urði fljót­lega um hvort dóm­ari fall­ist á nýju mats­beiðnina eður ei.

Ákæru­valdið þungt í taumi

Við fyr­ir­tök­una í gær hafi verið rætt hvort þörf væri á þessu nýja mati. „Ákæru­valdið maldaði svo­lítið í mó­inn, sem er dá­lítið sér­stakt,“ þykir verj­and­an­um, „að vilja ekki fá inn í málið nýtt mat sem í raun svar­ar því með nán­ari hætti hvað það er sem gerðist. Þeir telja þetta bara skýrt, að það sé ein­hvers kon­ar gá­leysi fyr­ir hendi og ekki staðið nógu vel að upp­setn­ingu og eft­ir­liti,“ út­skýr­ir hann.

Málið sé þar með tvíþætt, upp­setn­ing­in hafi heyrt und­ir þre­menn­ing­ana frá Ævin­týralandi Perlunn­ar en eft­ir­lit með kast­al­an­um eft­ir það verið í hönd­um full­trú­anna tveggja frá íþrótta­fé­lag­inu. Sem fyrr seg­ir reikn­ar Ein­ar með úr­sk­urði héraðsdóm­ara um nýju mats­beiðnina upp úr pásk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert