Alvarleg staða uppi í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt síðustu árin. Hefur það m.a. …
Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt síðustu árin. Hefur það m.a. leitt til þess að það er orðið mjög skuldsett. mbl.is/Sigurður Bogi

Bragi Bjarna­son, formaður bæj­ar­ráðs sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, seg­ir fjár­hags­lega stöðu sveit­ar­fé­lags­ins al­var­lega. Hann er þó bjart­sýnn á að sveit­ar­fé­lagið nái að vinna sig út úr erfiðleik­un­um. Búið er að vinna áætl­un í sam­starfi við innviða­ráðuneytið um end­ur­skipu­lagn­ingu á rekstri sveit­ar­fé­lags­ins, sem verður kynnt á sér­stök­um íbúa­fundi á morg­un.

„Fjár­hags­staðan er erfið hjá sveit­ar­fé­lag­inu og það hef­ur al­veg komið fram í gegn­um kosn­inga­bar­átt­una og í frétt­um síðasta árið. Við erum orðin mjög skuld­sett. Það hef­ur verið mikið fjár­fest á síðustu árum og sveit­ar­fé­lagið hef­ur vaxið mjög hratt. Staðan er al­var­leg hjá sveit­ar­fé­lag­inu og við vilj­um bregðast við strax,“ seg­ir Bragi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Nú­ver­andi bæj­ar­stjórn vill ekki að við lend­um í meira óefni en er nú þegar og við vilj­um tak­ast á við vand­ann strax til að ná okk­ur út úr þessu. Þá vilj­um við hafa sem sterk­asta bak­hjarla með okk­ur í liði og innviða­ráðuneytið er hluti af þeim,“ bæt­ir hann við.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert