Eina sveitarfélagið sem óskaði eftir aðstoð

Árborg er eina sveitarfélagið af tuttugu og einu sem óskaði …
Árborg er eina sveitarfélagið af tuttugu og einu sem óskaði eftir aðstoð eftir að því barst bréf um að það stóðst öll viðmið sem ráðuneytið setti því. mbl.is/Sigurður Bogi

21 sveitarfélagi barst bréf um að það stæðust ekki ákveðin viðmið sett af innviðaráðuneytinu, þar á meðal Reykjavíkurborg. Af þeim var Árborg eina sveitarfélagið sem óskaði eftir aðstoð. 

„Í heimsfaraldrinum voru fjármálareglur ríkisins felldar úr gildi út árið 2025 og það sama gert við fjármálareglur sveitarfélaganna,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að ráðuneytið veiti oft sveitafélögum …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að ráðuneytið veiti oft sveitafélögum aðstoð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engu að síður hafi hann viljað að eftirlitsnefndin léti sveitarfélög vita með formlegu bréfi til að vekja athygli þeirra á því ef ákveðnum viðmiðum væri ekki náð þó svo að fjármálareglur tækju ekki gildi á ný fyrr en árið 2025.

„Í framhaldinu óskaði Árborg eftir samtali við ráðuneytið um aðstoð sem felst fyrst og fremst í því að greiða fyrir greiningarnar og fá ráðgjöf sem þau eru að leita eftir.“

„Þetta er oft gert,“ segir hann. „Þetta er eina sveitarfélagið sem óskaði eftir slíku samstarfi og það var fúslega veitt.“

Ríkið greiðir aðeins fyrir ráðgjöf

Sigurður segir þó að eina aðstoðin sem ríkið veitir í slíkum aðstæðum sé greiðsla fyrir fjármálaráðgjöf og vinnuna að greina hver vandinn er, hvaða leiðir eru færar. Hann segir að ríkið komi ekki með neinar fjárupphæðir til borðs.

Segir hann það undantekningu ef grípa veita þurfi frekari aðstoð en aðeins ráðgjöf. „Eina sem ég man eftir. Og það var nú ekki í minni tíð, var Álftanes,“ segir hann.

Hann býst ekki við því að stærri aðgerðir séu í vændum hjá neinu sveitarfélagi en þó segist hann þurfa að bíða og sjá hvernig staðan þróast hjá hverju og einu sveitarfélagi

Hann segir að þessi aðstoð hafi áður virkað. „Við getum nefnt Reykjanesbæ sem var í vondum málum fyrir nokkrum kjörtímabilum,“ segir hann. „Þar var farið inn í það verkefni að fara í reksturinn að hagræða og hækka útsvar, auðvitað þurfti að sækja um undanþágu til þess að gera það,“ segir hann og bætir við að bæjarfélagið hafi verið að vinna mjög góða vinnu á síðustu kjörtímabilum.

Ástand batnandi

„Það eru auðvitað mörg sveitarfélög skuldug í gegn um þann ferli, eins og fyrirtæki en ekki síst ríkissjóðir“ segir hann og bætir við að það muni taka langan tíma að vinda ofan af því.

Hann segir þó að í nýrri fjármálaáætlun sé staða sveitarfélaganna að batna næstu fimm árin, smátt og smátt á hverju ári, en staðan er erfið.

Reykjavíkurborg í erfiðri stöðu

Reykjavíkurborg er meðal þeirra sveitafélaga sem fékk formlegt bréf um að sveitarfélagið hafði farið yfir sett viðmið. Fyrr í vikunni var greint frá því að borgin hafi aflýst áætluðu skuldabréfaútboði sem áætlað til morgundags.

„[Staðan í borginni] er ábyggilega erfið en þeir hafa ekki leitað eftir neinu samstarfi við ráðuneytið um frekari fjármálalega greiningu, ekki frekar en neitt annað,“ segir hann. Það að þörf sé á áminningu þýði að staðan sé greinilega erfið.

Það kemur honum samt ekki á óvart að Reykjavík hafi ekki óskað eftir nokkurri aðstoð frá ráðuneytinu, ekki frekar en hin nítján.

„Ég held að það sé mikilvægt að eftirlitsnefndin hafi gert sveitarfélögunum viðvart um þetta, þannig að þau geti farið í það verkefni að takast á við það,“ segir hann. „Og koma rekstrinum og fjármálunum undir þau viðmið sem að ætlast er til.“

Sigurður segir það ekki koma sér á óvart að Reykjavíkurborg …
Sigurður segir það ekki koma sér á óvart að Reykjavíkurborg hafi ekki óskað eftir aðstoð, ekki frekar en hin 19 sveitarfélögin sem gerðu það heldur ekki. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert