Árborg segir upp 57 starfsmönnum

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélagið Árborg sagði í dag upp ráðningarsamningum við 57 starfsmenn sveitarfélagsins um leið og tilkynnt var um 5% launalækkun æðstu stjórnenda, bæjarstjóra og sviðsstjóra.

Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. Segir þar að þessar aðgerðir séu liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið  sé til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku. 

Alls starfa í dag um 1047 manns í 827 stöðugildum hjá Sveitarfélaginu Árborg og þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á um 100 starfsmenn. Uppsagnarfrestur starfsmanna er samkvæmt samningum á bilinu 3 til 6 mánuðir.

Á vef Árborgar segir, að nánari upplýsingar um áhrif uppsagnanna á starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins verði kynntar síðar, en á þessum tímapunkti muni stjórnendur sveitarfélagsins ekki tjá sig frekar um málið.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert