Dýrari rafhlaupahjól en ódýrari rafmagnshjól og reiðhjól

Mörg slys á rafhlaupahjólum Slys að næturlagi Fimm tilkynningar um …
Mörg slys á rafhlaupahjólum Slys að næturlagi Fimm tilkynningar um slys á fólki sem féll af rafhlaupahjólum bárust. Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Innflutningur á rafmagnsreiðhjólum heldur áfram að aukast nokkuð nokkuð jafnt og þétt og voru í fyrra flutt inn tæplega 7.000 slík hjól og hefur fjöldi þeirra aukist um 85% á tveimur árum. Á sama tíma hefur fjöldi hefðbundinna reiðhjóla staðið nokkuð í stað og hefur verið tæplega 17.000 undanfarin þrjú ár. Hafði fjöldinn þó náð hámarki árið 2017 þegar flutt voru inn rúmlega 24.700 heðbundin reiðhjól. Þegar rafmagnsreiðhjól og hefðbundin hjól eru tekin saman var árið í fyrra engu að síður næst stærsta árið í fjölda innfluttra reiðhjóla frá upphafi. Þetta er meðal þess sem sjá má á innflutningstölum Hagstofunnar fyrir síðasta ár.

Rafmagnshlaupahjól komu inn með hvelli á íslenskan markað árið 2020, en þá voru samtals 19.579 slík hjól flutt til landsins. Til að setja þá tölu í samhengi voru rafmagnshlaupahjól og rafmagnsreiðhjól fyrir þann tíma flokkuð í sama tollaflokk og var sameiginlegur fjöldi innfluttra slíkra tækja 5.426 talsins. Ári síðar var fjöldi rafmagnsreiðhjóla 3.740 og því ljóst að fjöldi rafmagnshlaupahjóla margfaldaðist þetta ár, 2020.

Síðan þá hefur fjöldi innfluttra rafmagnshlaupahjóla dregist nokkuð saman. Árið 2021 voru flutt inn 7.846 slík hlaupahjól og í fyrra voru þau 6.808 og voru því flutt inn fleiri rafmagnsreiðhjól en rafmagnshlaupahjól.

Þegar skoðað er verðmæti þeirra hjóla, rafmagnshjóla og rafmagnshlaupahjóla sem flutt eru til landsins var verðmæti þeirra samtals 3,15 milljarðar. Tekið skal fram að sú tala er uppreiknuð miðað við verðgildi í dag sem og aðrar tölur um innflutningsverðmæti í þessari grein.

Meira en helmingur af heildarinnflutningsverðmætinu er vegna rafmagnsreiðhjóla, en innflutningsverðmæti þeirra nam samtals 1,6 milljarði í fyrra og hækkaði um 160 milljónir milli ára og um 400 milljónir frá árinu 2020. Innflutningsverðmæti hefðbundinna reiðhjóla var hins vegar 913 milljónir og lækkaði um 100 milljónir milli ára og um 370 milljónir frá því að hafa verið hæst árið 2020.

Innflutningsverðmæti rafmagnshlaupahjóla nam 620 milljónum í fyrra, samanborið við 575 milljónir árið 2021 og rúman einn milljarð árið 2020. Þrátt fyrir samdrátt í fjölda innfluttra rafmagnshlaupahjóla er þó um að ræða mikla hækkun á meðalverði hvers hlaupahjóls, en meðalinnkaupsverðið var árið 2020 rúmlega 51 þúsund krónur, en fór upp í 73 þúsund krónur árið 2021 og var í fyrra 91 þúsund krónur. Hefur meðalverðið á hverju hlaupahjóli, á verðlagi dagsins í dag, hækkað um 78%. Má geta sér til um að talsvert meira sé því um að ræða sölu á stærri og dýrari hlaupahjólum í fyrra en í upphafi, en þá var t.d. talsvert um góð tilboð á minnstu gerðum rafhlaupahjóla.

Öfug þróun hefur hins vegar verið á meðalinnflutningsverði rafmagnshjóla og hefðbundinna hjóla. Þannig hefur verð rafmagnsreiðhjóla farið úr 323 þúsund krónum árið 2020 niður í 231 þúsund í fyrra, en það er tæplega 30% lækkun. Svipaða sögu er að segja af hefðbundnu reiðhjólunum. Meðalinnflutningsverð slíks hjóls árið 2020 nam 77 þúsund krónum árið 2020 en hafði lækkað niður í 54 þúsund krónur í fyrra. Aftur er það tæplega 30% lækkun.

Við Hörpuna Það getur verið gott að skella sér í …
Við Hörpuna Það getur verið gott að skella sér í hjólatúr í haustblíðunni sem leikið hefur við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, líkt og þessi hjólreiðakappi sem hjólaði hjá Hörpu í gær. Merking: Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert