Sneru við úrskurði héraðsdóms

Hópslys varð á Akureyri um sumarið 2021 þegar hoppukastalinn Skrímslið …
Hópslys varð á Akureyri um sumarið 2021 þegar hoppukastalinn Skrímslið tók á loft.

Landsréttur hefur fallist á beiðni um ítarlegra mat á sönnunargögnum í hoppukastalamálinu svokallaða í tengslum við slys sem varð á Akureyri árið 2021. Þetta staðfestir Ragnar Björgvinsson í samtali við mbl.is en hann er lögmaður Gunnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra Ævintýralands Perlunnar.

Í apríl hafnaði héraðsdómur beiðni þriggja verjenda um endurmat á gögnum málsins. Verjendur sakborninga í málinu ákærðu úrskurð til Landsréttar. Í dag kváðu landsréttardómarar upp úrskurð sinn og sneru þannig úrskurði héraðsdómara á Norðurlandi eystra.

Um er að ræða at­vik sem gerðist á Ak­ur­eyri þann 1. júlí, 2021, þegar vind­hviða reif hluta gríðar­stórs hoppu­kastala upp frá jörðu. Fjöldi barna var þá við leik í kast­al­an­um og flytja þurfti sex ára stúlku á gjör­gæslu í kjöl­far slyss­ins.

Var kastalinn nógu vel festur?

Í úrskurðarorðum landsréttardómara kemur fram að dómkveðja skuli tvo hæfa og óvilhalla menn til að leggja mat á þær spurningar sem greinir í matsbeiðni varnaraðila. Í matsbeiðninni var farið fram á fimm spurningar sem verj­end­um sak­born­inga þótti nauðsyn­legt að fá svör við.

Þau fimm atriði sem verða eru hvort kastalinn hafi verið nægilega festur, hvort það voru nógu margar festingar, hvort hefði átt að nota innri festingar, hvort vindkviðan hafi verið yfir settum mörkum og hvort hægt hafi verið að sjá fyrir veðrinu. 

Við því má búast að héraðsdómari boði brátt þinghald um nýtt mat.

Kemur ekki á óvart

Ragnar segir að úrskurður Landsréttar komi sér ekki á óvart. Mörg önnur dómafordæmi séu til sem sýna fram á að aðili sem sakaður er um refsiverðaháttsemi hafi ríkan rétt til að afla sönnunargagna.

Hoppu­kastal­inn var í eigu Ævin­týra­lands Perlunn­ar en rekst­ur hoppu­kastal­ans á Akur­eyri var í sam­starfi við Knatt­spyrnu­fé­lag Ak­ur­eyr­ar. Fimm ein­stak­ling­ar voru ákærðir, þ.e. Gunnar Gunnarsson­, tveir starfs­menn hans og tveir for­svars­menn KA, og telst málið varða við 219. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga um lík­ams­tjón vegna gá­leys­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka