Ísland og Úkraína fá aðild að CCDOE

Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið …
Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið aðild að samstarfsmiðstöð NATO í netöryggismálum. AFP/Mateusz Slodkowski

Úkraína og Ísland eru á meðal ríkja sem hafa fengið aðild að sam­starfsmiðstöð NATO í netör­ygg­is­mál­um.

Miðstöðin (CCDOE) er með höfuðstöðvar í Tall­in, höfuðborg Eist­lands, en Írar og Jap­an­ir fengu einnig aðild í dag. 

„Við erum sér­stak­lega ánægð að fá Úkraínu til liðs við okk­ur,“ er haft eft­ir Hanno Pevk­ur, varn­ar­málaráðherra Eista, í yf­ir­lýs­ingu.  

„Aðild­in gef­ur okk­ur það ein­staka tæki­færi að leggja okk­ar að mörk­um í varn­ar­mál­um Úkraínu í hrotta­legu stríði Rússa og læra um netárás­ir á víg­vell­in­um til að auka netör­yggi allra aðild­ar­ríkja.“

CCDOE var stofnað árið 2008 að frum­kvæði Þýska­lands, Ítal­íu, Eist­lands, Lett­lands, Lit­há­en, Slóvakíu og Spán­ar. Í dag eiga 39 ríki aðild að CCDOE. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert