Sýslumaður þegir þunnu hljóði

Í Reykjanesbæ býr fjöldi útlendinga, þar á meðal margir hælisleitendur. …
Í Reykjanesbæ býr fjöldi útlendinga, þar á meðal margir hælisleitendur. Sýslumaður þar hefur gert pólskri fjölskyldu að koma sér út af heimili sínu á föstudag eftir að hús hennar var selt nauðungarsölu fyrir brot af markaðsvirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í sam­ráði við ráðuneytið gef­um við því miður ekki nein­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um þessa nauðung­ar­sölu,“ var svarið hjá lög­fræðideild embætt­is sýslu­manns Suður­nesja þegar mbl.is falaðist eft­ir viðtali við sýslu­mann um nauðung­ar­sölu­mál sem vakið hef­ur mikla at­hygli síðasta sól­ar­hring­inn – pólskri fjöl­skyldu verður kastað út af heim­ili sínu á föstu­dag í kjöl­far nauðung­ar­sölu í sept­em­ber í fyrra.

Eins og RÚV fjallaði um seldi sýslumaður húsið langt und­ir markaðsverði og neitaði auk­in­held­ur að tjá sig um málið, hvort tveggja við RÚV og nú einnig við mbl.is. Eins og fram kom í frétt­um í gær hafði son­ur­inn í fjöl­skyld­unni, Jakub Pol­kowski, keypt húsið gegn staðgreiðslu eft­ir að hann fékk bæt­ur fyr­ir læknamis­tök. 

Hafði Jakub ekki greitt reikn­inga vegna heits vatns, trygg­inga eða fast­eigna­gjöld í nokk­urn tíma og höfðu þær skuld­ir safn­ast upp í vel á þriðju millj­ón sam­kvæmt um­fjöll­un RÚV. Var húsið að lok­um sett á nauðung­ar­sölu án þess að Jakub eða fjöl­skylda hans hefðu sig í frammi vegna ferl­is­ins. Var það að lok­um selt á þrjár millj­ón­ir, en sam­kvæmt sölu­mati sem RÚV sýndi var húsið metið á yfir 50 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert