Útburði fjölskyldunnar frestað

Jakub Polkowski fær að búa áfram í húsinu ásamt fjölskyldu …
Jakub Polkowski fær að búa áfram í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Jakub Polkowski, ungur öryrki sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði í Reykjanesbæ, fær að búa áfram í húsinu ásamt fjölskyldu sinni þar til honum verður fundið félagslegt húsnæði.

Rúv greinir frá því að nýir eigendur hússins hafi ákveðið að fresta útburðinum fram að verslunarmannahelgi. Til stóð að fjölskyldan yrði borin út á morgun.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum seldi húsið langt undir markaðsverði. Hafði Jakub ekki greitt reikninga vegna heits vatns, trygginga eða fasteignagjöld í nokkurn tíma og höfðu þær skuldir safnast upp í vel á þriðju milljón.

Húsið selt á þrjár milljónir

Var húsið að lokum selt á þrjár milljónir, en það er verðmetið á um 57 milljónir króna.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði við mbl.is í gær að bærinn myndi tryggja fjölskyldunni húsnæði.

„Við munum tryggja þeim húsnæði, við reynum að gera það alltaf og þau verða þá bara á kostnað sveitarfélagsins,“ sagði Friðjón í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka