Samþykktu nýja gjaldskrá leikskóla

MIklar breytingar eru framundan á leikskólamálum í Kópavogi.
MIklar breytingar eru framundan á leikskólamálum í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný gjaldskrá vegni breytinga á leikskólastarfi í Kópavogi var samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í dag. Samkvæmt henni verður gjaldfrjálst fyrir börn að dvelja sex tíma eða minna á dag á leikskólum bæjarins. Fæðisgjöld þurfa þó áfram að vera greidd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Greint er frá því að foreldrar hafi til 20. ágúst til þess að óska eftir breyttum dvalartíma barns á leikskóla en breytingarnar taka gildi 1. september. Þá hafi upplýsingavefur vegna breytinganna verið opnaður.

Þrettán fulltrúar allra hagaðila sátu í starfshópi sem vann tillögur að breytingum á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi. Vonast er til að breytingarnar stytti dvalartíma barna í leikskólum en  illögur hópsins byggja á þeirri sýn að velferð og vellíðan barna sé best borgið með hæfilega löngum leikskóladegi. Skipulagt leikskólastarf mun einkum fara fram milli 9 og 15 en opnunartími verður óbreyttur frá 7.30 til 16.30. Meginmarkmið breytinganna er að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólks í leikskólum og efla um leið faglegt skólastarf enda leikskólinn fyrsta skólastigið,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert