Stefna að kolefnishlutleysi HÍ

Kolefnishlutleysi er á meðal markmiða skólans hvað varðar sjálfbærni.
Kolefnishlutleysi er á meðal markmiða skólans hvað varðar sjálfbærni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Háskóli Íslands hyggst vinna að kolefnishlutleysi skólans og fjölga námskeiðum og auka stuðning við kennara. Þetta er á meðal tillaga til úrbóta sem fram koma í sjálfbærniskýrslu HÍ, sem fjallað er um á vef háskólans.

Þá er lagt til að kortleggja samgöngumáta starfsfólks og nemenda, innkaup, nýbyggingar og fleira, á ítarlegri hátt og miðað við núverandi kortlagningu. 

Lögð verður áhersla á fjölgun námskeiða.
Lögð verður áhersla á fjölgun námskeiða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Styðja við heimsmarkmiðin

HÍ hefur birt sína fyrstu sjálfbærniskýrslu, frá árinu 2021, sem er jafnframt fyrsta sinnar tegundar hjá íslenskum háskólum. Tilgangur hennar er meðal annars að fylgja eftir stefnu HÍ þar sem sjálfbærni og fjölbreytileiki er ein af fjórum megináherslum. Þá er lögð áhersla á að starf háskólans styðji við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Fjórar aðkallandi tillögur til úrbóta, sem greint er frá í skýrslunni, eru:

1. Að auka meðvitund og silning á sjálfbærni með kynningum, vinnustofum og mælaborðum yfir sjálfbærniáherslur í rannsóknum og kennslu

2. Áhersla á sjálfbærni í námi og fjölgun námskeiða og stuðningi við kennara. Námsleiðir og námskeið tengd sjálfbærni verði í boði fyrir nemendur á öllum sviðum. 

3. Unnið verði að kolefnishlutleysi skólans með kortlagningu losunar og mótvægisaðgerðum.

4. Metið verði hvort auka megi áherslu á sjálfbærni og þverfagleika við úthlutun úr samkeppnissjóðum skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert