Ekki lagaheimild til að birta greinargerðina

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindahvolsmálinu, og …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindahvolsmálinu, og Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi Samsett mynd

„Í sambandi við þetta vil ég fá að segja að þetta eru þau rök sem forseti Alþingis hefur haldið á lofti allan tíman. Það er að hann hafði ekki lagaheimild til að birta þetta vinnuskjal. Ég hef treyst því mati.“

Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra varðandi hvort að Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindahvolsmálinu, hafi brotið í bága við lög og málsmeðferðarreglur embættisins með því að senda greinargerð sína til annarra en embætti ríkisendurskoðanda.

Forseti Alþingis er flokksbróðir Guðrúnar, Birgir Ármannsson.

Farið út fyrir umboð sitt

Eins og greint hefur verið frá telur Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi að dreifing greinargerðarinnar hafi verið lögbrot og að Sigurður hafi farið út fyrir umboð sitt.

Sigurður hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi ekki brotið lög þegar hann sendi frá sér greinargerðina. „Ég er með allt ann­an skiln­ing á mínu hlut­verki. Ég var skipaður af for­seta Alþing­is, ekki af rík­is­end­ur­skoðanda,“ sagði hann í samtali við mbl.is

Sig­urður var sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi til að end­ur­skoða Lind­ar­hvol ehf. og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd samn­ings milli Lind­ar­hvols ehf. og fjár­málaráðuneyt­is­ins þar sem þáver­andi rík­is­end­ur­skoðandi, Sveinn Ara­son, var van­hæf­ur til þess vegna fjöl­skyldu­tengsla.

Á um­rædd­um tíma vann Sig­urður grein­ar­gerð um eft­ir­lit með samn­ingi fjár­málaráðherra og Lind­ar­hvols. Ný­lega birti Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, al­menn­ingi grein­ar­gerðina.

Ítrekar að greinargerðin hafi verið vinnuskjal

Að mati Guðrúnar fer Guðmundur með rétt mál er þetta varðar og ítrekar að um vinnuskjal hafi verið að ræða.

Spurð hverjir afleiðingarnar kunni að vera við að birta slík trúnaðargögn segist Guðrún ekki treysta sér til að tjá sig um það.

„Um þetta hefur ágreiningurinn staðið inn á þinginu síðasta vetur. Hvort að það mátti birta vinnuskjal setts ríkisendurskoðanda og niðurstaða forseta þingsins var að svo væri ekki og ég hef borið traust til þess mats hans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert