Með göngugrind í flæðarmálinu í Reynisfjöru

Þessar myndir náðust af ferðamönnunum í Reynisfjöru í gær.
Þessar myndir náðust af ferðamönnunum í Reynisfjöru í gær. Samsett mynd

Ferðamenn voru hætt komn­ir í Reyn­is­fjöru í gær þegar hóp­ur gekk út í flæðar­málið þrátt fyr­ir tölu­verðan öldu­gang. Car­los Mondragón Gal­era, starfsmaður Black Ice Tra­vel Comp­any tók mynd­ir af ferðamönn­un­um og birti á Face­book-hópn­um, Stupid Things People Do in Ice­land, en á einni þeirra má sjá aldraða konu með göngugrind.

Reyn­is­fjara hef­ur mikið verið til um­fjöll­un­ar enda hafa fimm bana­slys orðið í fjör­unni á síðustu sex árum. Reglu­lega birt­ist mynd­efni af und­ar­legri hegðun ferðamanna í fjör­unni sem virðast reglu­lega koma sér í hættu þrátt fyr­ir viðvar­an­ir á svæðinu.

Kall­ar eft­ir strand­verði

Þór­ar­inn Böðvar Leifs­son, leiðsögumaður sem er reglu­lega með ferðamenn á svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að viðvör­un­ar­kerfið á svæðinu virki ekki sem skyldi og kall­ar eft­ir því að líf­vörður eða strand­vörður verði ráðinn til að vera á svæðinu. Hann seg­ir það í raun einu lausn­ina til að koma í veg fyr­ir að fólk fari sér að voða.

„Þetta er þema sem kem­ur upp aft­ur og aft­ur um þessa strönd. Mér finnst það synd að við skul­um ekki fjár­festa í líf­vörðum þarna. Það ættu að vera tveir líf­verðir á vakt. Kerfið sem er þarna er ónýtt og hef­ur ekki reynst vel. Það þarf mjög stressaðan mann með flautu,“ seg­ir hann en í Reyn­is­fjöru eru tíu upp­lýs­inga­skilti og lög­gæslu­mynda­vél­ar. Eitt af skilt­un­um er ljósa­skilti sem er bein­tengt öldu­spár­kerfi Vega­gerðar­inn­ar.

Kerfið sé „hönn­un­ar­legt slys“

Hann seg­ir upp­lýs­ing­arn­ar og kerfið sem er til staðar á svæðinu vera of flókið og sýn­ir ferðamönn­um sem gera sér ekki grein fyr­ir hætt­unni mik­inn skiln­ing. Hann seg­ir að Íslend­ing­ar megi ekki ganga út frá því að all­ir ferðamenn séu vit­leys­ing­ar og seg­ir það liggja á ábyrgð Íslands að upp­lýsa ferðamenn bet­ur. 

„Oft­ast þegar ég kem þarna er þarna þetta sama gula ljós al­veg sama hvernig öld­urn­ar eru. Upp­lýs­inga­hönn­un­in er líka mjög slæm á skilt­un­um. Þetta er dæmi um mjög slæma upp­lýs­inga­hönn­un og mjög slæma fjár­fest­ingu.

Þú þarft tíu mín­út­ur sem Íslend­ing­ur til að átta þig á hvað er í gangi hvað þá ef þú tal­ar önn­ur tungu­mál og þekk­ir ekki svæðið. Þetta er hönn­un­ar­legt slys. Fólk er ekki komið til Íslands til að lesa skilti.“

Car­los Mondragón sagði í sam­tali við DV að hann væri bú­inn að gef­ast upp á því að vara fólk við hætt­unni í fjör­unni og að fólk hlustaði ekki á leiðbein­ing­ar sín­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert