Líka við borgina að sakast

Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er fráleitt að halda því fram að rekstur Reykjavíkurborgar, lang-, langstærsta sveitarfélagsins hafi engin áhrif á efnahagsmálin, að halda því fram að reksturinn og forgangsröðun meirihlutans hafi engin áhrif á stöðu heimilanna. Það nær engri átt.“

Þetta sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi fyrr í dag undir liðnum störf þingsins. Þá gagnrýndi hún meirihlutann Reykjavíkurborg fyrir að axla ekki ábyrgð á rekstarvanda borgarinnar.

Sagði hún að „lóðasveltistefnan og þéttingaráráttan í Reykjavík“ hafi augljóslega haft áhrif á verðbólgu og þar með vexti. Bætti hún þá við að seðlabankastjóri hafi margbent á að húsnæðisskortur sé stór hluti verðbólguvandans.

„Auðvitað hefur það áhrif, m.a. á fjárhagstöðuna hjá barnafjölskyldum, að börn í Reykjavík fá ekki leikskólapláss fyrr en allt að á þriðja ári,“ sagði þingkonan að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert