Svikin hlaupa á milljónum króna

Allur almenningur er undir, að sögn Guðmundar Arnar.
Allur almenningur er undir, að sögn Guðmundar Arnar. AFP

„Það eru ein­stak­ling­ar sem eru fórn­ar­lömb­in en í raun­inni má segja að all­ur al­menn­ing­ur sé und­ir, það er verið að herja á al­menn­ing að falla fyr­ir þessu,“ seg­ir Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son, for­stöðumaður netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-IS, um svika­skila­boð sem ein­stak­ling­ar hafa fengið og verið beðnir um að auðkenna sig með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um.

„Þetta virk­ar þannig að það er verið að plata fólk til þess að skrá sig inn á síður sem líta út eins og Ísland.is,“ seg­ir hann.

„Þeir eru svo að óska eft­ir að fólk velji banka­stofn­an­ir sem það til­heyr­ir í leiðinni, sem er eitt­hvað sem banka­stofn­an­ir á Íslandi gera aldrei,“ seg­ir hann. Þeir noti inn­skrán­ing­una til þess að senda auðkenn­ing­ar­beiðni á viðkom­andi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert