Kári Freyr Kristinsson
„Það eru einstaklingar sem eru fórnarlömbin en í rauninni má segja að allur almenningur sé undir, það er verið að herja á almenning að falla fyrir þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, um svikaskilaboð sem einstaklingar hafa fengið og verið beðnir um að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
„Þetta virkar þannig að það er verið að plata fólk til þess að skrá sig inn á síður sem líta út eins og Ísland.is,“ segir hann.
„Þeir eru svo að óska eftir að fólk velji bankastofnanir sem það tilheyrir í leiðinni, sem er eitthvað sem bankastofnanir á Íslandi gera aldrei,“ segir hann. Þeir noti innskráninguna til þess að senda auðkenningarbeiðni á viðkomandi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.