Íslendingum býðst Facebook í áskrift

Meta hyggst bjóða fólki upp á áskriftarleiðir.
Meta hyggst bjóða fólki upp á áskriftarleiðir. AFP

Meta, móður­fé­lag Face­book og In­sta­gram hef­ur til­kynnt um að frá og með mars á næsta ári gef­ist fólki á Evr­ópska efna­hags­svæðinu og Sviss kost­ur á að kaupa áskrift sem veit­ir aug­lýs­inga­lausa upp­lif­un af sam­fé­lags­miðlun­um.

Með þessu er fyr­ir­tækið að bregðast við reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins sem þrengt hef­ur að starf­semi tækn­irisa á markaði. Þá sér­stak­lega hvað varðar gagna­söfn­un um hegðun ein­stak­linga á net­inu.

Áskrift fyr­ir eldri en 18 ára

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að áskrift komi til með að kosta sem nem­ur 1.474 kr. á tölvu, en 1.917 kr. í síma.

Eft­ir sem áður gefst fólki kost­ur á að nota miðlana end­ur­gjalds­laust. Ein­ung­is þeir sem eru yfir 18 ára aldri fá að kaupa áskrift.

Með þessu von­ast Meta til þess að lægja öld­ur óánægju með hátt­semi þeirra hvað gagna­öfl­un um ein­stak­linga varðar. Með hjálp öfl­un­ar­inn­ar er hægt að per­sónumiða aug­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert