3,7 stiga skjálfti og virknin eykst

Skjálftinn reið yfir klukkan 8.41.
Skjálftinn reið yfir klukkan 8.41. mbl.is/Hákon

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir Reykjanesskaga á níunda tímanum í morgun. Upptök skjálftans eru undir fjallinu Þorbirni og skammt suður af Bláa lóninu. 

Þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur frá því í hádeginu í gær þegar skjálfti af stærðinni 4,2 varð.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að virknin hafi aukist eftir klukkan átta í morgun. Nokkrir skjálftar í kringum 3 að stærð hafi orðið síðan þá, en enginn stærri en 3,7. 

Hann segir ekki merki um gosóróa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert