Skjálftavirkni við Eldvörp eykst

Skjálftarnir eru fyrir utan þenslusvæðið. Myndin er tekin við gígana …
Skjálftarnir eru fyrir utan þenslusvæðið. Myndin er tekin við gígana í Eldvörpum. mbl.is/Sigurður Bogi

Upp úr klukkan fimm í morgun jókst skjálftavirkni við Eldvörp. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð kl. 5.52. 

Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann og eiga þeir upptök á um 3-5 km dýpi. Enginn órói mælist á svæðinu en búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð.
Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð. Ljósmynd/Veðurstofan

Fjöldi tilkynninga borist

„Þetta eru líklegast gikkskjálftar. Þetta er fyrir utan þenslusvæðið,“ seg­ir Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Þessa skjálfta erum við ekki að tengja við kviku á hreyfingu,“ segir Elísabet enn fremur.

Skjálftarnir í morgun hafa víða fundist. Veðurstofan hefur meðal annars fengið tilkynningar frá íbúum Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðisins og Akraness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert