Hrösuðu í Reynisfjöru og komust í hann krappan

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:25
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:25
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Mynd­skeið hef­ur gengið á milli manna á ver­ald­ar­vefn­um af hópi ferðamanna sem komst í hann krapp­an í Reyn­is­fjöru. Hef­ur það meðal ann­ars verið birt á sam­fé­lags­miðlin­um Reddit.

Í lok síðasta árs lauk upp­setn­ingu nýrra skilta við fjör­una, sem get­ur verið lífs­hættu­leg vegna lævísra ólags­alda.

Læðast að fólki

Eins og sjá má á mynd­skeiðinu virka öld­urn­ar sak­laus­ar en svo bók­staf­lega læðist ólags­alda að ferðamönn­un­um þrem­ur.

Tveir þeirra falla við en ann­ar kemst sem bet­ur fer á fæt­ur fljótt og nær að grípa í hinn og styðja á fæt­ur áður en ald­an hríf­ur hann með sér á haf út.

Óút­reikn­an­leg nátt­úra

Ólags­öld­urn­ar eru mun stærri en þær sem koma að strönd­inni á milli þeirra og mis­lang­ur tími get­ur liðið á milli ólags­alda.

Stund­um koma þær hver á eft­ir ann­arri en stund­um geta marg­ar smærri og hættu­minni öld­ur komið á milli tveggja ólags­alda.

Geta risið mjög hratt og skollið á strönd­inni

Ólags­öld­urn­ar geta risið mjög hratt og skollið á strönd­inni með nær eng­um fyr­ir­vara, gripið fólk og sogað á haf út.

Ný skilti og viðvör­un­ar­kerfi virðast þó ekki alltaf hafa mik­inn fæl­ing­ar­mátt á ferðamenn. Ekki eru all­ir jafn heppn­ir og hol­lenski ljós­mynd­ar­inn Brend­an de Clercq en ald­an skilaði hon­um á land jafn harðan og hún tók hann á haf út á köld­um fe­brú­ar­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert