Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður eftirlifandi eiginkonu fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, segir ákvörðun Runólfs Pálssonar, forstjóra Landspítala um að fela ríkislögmanni um að beina kröfu um bætur til ríkislögmanns fela í sér skýra viðurkenningu á bótum vegna málsins.
Hann segir að sökum þess að Landspítalinn hafi forgöngu í málinu með því að færa það í þennan farveg megi ætla að hlutverk ríkislögmanns sé að finna útfærslu á bótum sem íslenska ríkið komi til með að greiða.
Sigurður og Gestur Gunnarsson, sendu erindi á Landspítala fyrir skemmstu þar sem gerð var bótakrafa á spítalans vegna málsins.
Málið varðar bætur til Mehawit Baraymikael Tesfaslae eftirlifandi eiginkonu fyrsta plastbarkaþegans Anemariam Beyene. Landspítalinn fékk til dagsins í dag að svara kröfubréfi sem Sigurður G. Guðjónsson og Gestur Pálsson, lögmenn sendu fyrir hönd hennar.
Brást skrifstofa forstjórans með bréfi á vefsíðu LSH í kvöld þar sem tilkynnt var um að ríkislögmaður myndi fara með málið. „Alla jafna er um að ræða eins konar tilmæli frá stofnuninni um að greiða bætur því hún hefur sjálf ekki formlegt vald til þess,“ segir Sigurður.
Tómas Guðbjartsson læknir hafði aðkomu að aðgerðinni. Hana framkvæmdi Paolo Macchiarini sem fékk nýlega þungan dóm í Svíþjóð fyrir grófa líkamsárás gegn þremur plastbarkaþegum.
Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að niðurstaða dómsins sé forsenda bótagreiðslna til ekkjunnar.