Fátítt að lögmenn séu handteknir

Edda Björk Arnardóttir og Sigurður Örn Hilmarsson.
Edda Björk Arnardóttir og Sigurður Örn Hilmarsson. Samsett mynd/Atli Steinn Guðmundsson/Árni Sæberg

„Það er grafalvarlegt að lögmenn séu handteknir í tengslum við störf sín. Við stöndum vörð um og þurfum oft að minna á þá grundvallarkröfu að lögmenn séu ekki samsamaðir skjólstæðingi sínum. Það er forsenda þess að einhver fáist til starfans,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var viðbragða hans vegna handtöku lögmanns sem gætt hefur hagsmuna Eddu Bjarkar Arnardóttur sem átt hefur í forræðisdeilu við barnsföður sinn sem búsettur er í Noregi. Lögmaðurinn var handtekinn á miðvikudag í kjölfar þess að lögreglan handsamaði syni hennar sem leitað hefur verið hér á landi. Honum hefur nú verið sleppt.

„Hlutverk lögmannsins er að gæta grundvallarréttinda skjólstæðings síns, að sjálfsögðu innan ramma laga og siðareglna okkar. Það þarf að standa reikningsskil á þessu, ef handtakan var án knýjandi þarfar eða í andstöðu við lög munum við taka það föstum tökum. Þangað til munum við fylgjast vel með og erum tilbúin að grípa inn í eins og þarf,“ segir Sigurður Örn.

Sigurður Örn segir að sem betur fer hafi það sárasjaldan gerst að lögmenn hafi mátt þola handtöku. Fyrir hafi komið að húsleitir hafi verið gerðar á lögmannsstofum. Þess hafi ítrekað verið óskað við dómsmálaráðuneytið að lagaramminn þar að baki verði skýrður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert