Engin sólarhringsopnun í neyðarskýlum um jólin

Neyðarskýlið á Lindargötu.
Neyðarskýlið á Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki verður opið all­an sól­ar­hring­inn í neyðar­skýl­un­um fyr­ir heim­il­is­lausa í Reykja­vík­ur­borg yfir hátíðirn­ar eins og áður. Þess í stað býðst þeim sem þurfa að verja tíma sín­um á kaffi­stofu Sam­hjálp­ar þegar lokað er í neyðar­skýl­un­um.

Ný vetr­aropn­un er nú í gildi í neyðar­skýl­un­um og verður eng­in breyt­ing á opn­un­ar­tím­an­um yfir jóla­hátíðina. Opið er í skýl­un­um á milli klukk­an 17 og 10 morg­un­inn eft­ir. 

Sama gild­ir á hátíðar­dög­um

Fyrr í vet­ur samdi Reykja­vík­ur­borg við Sam­hjálp um sér­staka vetr­aropn­un fyr­ir gesti neyðar­skýla til að brúa bilið þegar lokað er í skýl­un­um. 

„Þegar neyðar­skýl­in loka klukk­an 10 geta gest­ir farið þangað og fengið kaffi og með því og það gild­ir á hátíðar­dög­um eins og aðra daga,“ seg­ir Hólm­fríður Helga Sig­urðardótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi á vel­ferðarsviðið Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Á kaffi­stof­unni verður án vafa hátíðleg stemn­ing, að sögn Hólm­fríðar Helgu. Kaffi­stof­an er venju­lega opin alla daga árs­ins á milli klukk­an 10 og 14. Þar er boðið upp á morg­un­verð, kaffi og heit­an mat.

Vetr­aropn­un í des­em­ber, janú­ar og fe­brú­ar

Snemma í vet­ur var kallað eft­ir því að fund­inn yrði sam­astaður fyr­ir þá gesti sem nýta neyðar­skýl­in yfir vetr­ar­mánuðina þegar bæði neyðar­skýl­in og kaffi­stof­an loka dyr­um sín­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar frá því í nóv­em­ber.

Var þá falið vel­ferðarráði vel­ferðarsviðs borg­ar­inn­ar að út­færa til­lögu um rekst­ur tíma­bund­ins dags­at­hvarfs frá des­em­ber 2023 til fe­brú­ar 2024.

Að lok­um fór svo að samið var við Sam­hjálp um að hafa kaffi­stof­una opna á milli klukk­an 14 og 16.30 alla daga í des­em­ber, og í janú­ar og fe­brú­ar á næsta ári. Opn­un­in er hugsuð fyr­ir heim­il­is­lausa sem hafa mikl­ar og flókn­ar þjón­ustuþarf­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert