Tómas í leyfi frá Landspítalanum

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir.
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir. mbl.is/RAX

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins, sem greinir frá málinu.

Eru ástæðurnar sagðar tengjast plastbarkamálinu svokallaða.

Tómas kom að fyrstu aðgerðinni þar sem plastbarki var græddur í sjúkling að nafni And­emariam Beyene. 

Birtist m.a. vísindagrein eftir lækninn um aðgerðina í tímaritinu Lancet árið 2011 en Beyene var sjúklingur Tómasar.

Lést eftir ígræðsluna

Beyene lést í kjölfar aðgerðarinnar og hefur Paolo Macchiarini, skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðirnar, verið dæmdur í fangelsi. Hann græddi plastbarka í þrjá sjúklinga og hlutu þau öll alvarlega fylgikvilla og létust.

Landspítalinn greindi frá því í desember að búið væri að beina erindi lögmanns ekkju Beyene, um skaðabætur, til ríkislögmanns.

Í umfjöllun Rúv segir að staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans sé til skoðunar hjá stjórnendum stofnunarinnar. Telja nokkrir að Tómas þurfi að sæta ábyrgð fyrir sinn þátt í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert