Beint: Bjarni situr fyrir svörum

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund þar sem Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, situr fyrir svörum.

Fundarefnið er upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Fundurinn fer fram í Smiðju og hefst kl. 9:15. Hér fyrir neðan má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert