Lögreglan í Dyflinni hefur hafið leit í almenningsgarðinum Santry Demense í tengslum við rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í borginni.
Leitin hófst í morgun en fjölskylda Jóns Þrastar var upplýst um þessa fyrirætlan lögreglu fyrir nokkrum dögum, að því er fram kemur á Facebook-síðu sem hún heldur úti fyrir leitina.
Jón hvarf í borginni fyrir um fimm árum.
Eftir að Jón Þröstur yfirgaf Bonnington-hótelið skömmu fyrir hádegi laugardaginn 9. febrúar 2019 hefur ekkert til hans spurst fyrir utan hvað upptökur öryggismyndavéla sýndu hann á göngu, sú síðasta þar sem hann gekk fram hjá aðalinngangi Highfield-sjúkrahússins.