Leit hafin í almenningsgarði

Jón Þröstur Jónsson fór til Dublin til að taka þátt …
Jón Þröstur Jónsson fór til Dublin til að taka þátt í pókermóti í byrj­un fe­brú­ar árið 2019. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan í Dyflinni hefur hafið leit í almenningsgarðinum Santry Demense í tengslum við rannsókn á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í borginni.

Leitin hófst í morgun en fjölskylda Jóns Þrastar var upplýst um þessa fyrirætlan lögreglu fyrir nokkrum dögum, að því er fram kemur á Facebook-síðu sem hún heldur úti fyrir leitina.

Fimm ár liðin

Jón hvarf í borginni fyrir um fimm árum.

Eft­ir að Jón Þröst­ur yf­ir­gaf Bonn­ingt­on-hót­elið skömmu fyr­ir há­degi laug­ar­dag­inn 9. fe­brú­ar 2019 hef­ur ekk­ert til hans spurst fyr­ir utan hvað upp­tök­ur ör­ygg­is­mynda­véla sýndu hann á göngu, sú síðasta þar sem hann gekk fram hjá aðal­inn­gangi Highfield-sjúkra­húss­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert