Lögreglan búin að girða af svæði

Jón Þröstur á gangi í Dublin árið 2019.
Jón Þröstur á gangi í Dublin árið 2019. Ljósmynd/Úr öryggismyndavél

Írska lögreglan hefur girt af skógi vaxið svæði í almenningsgarði í Dublin í tengslum við leitina að Jóni Þresti Jónssyni, sem síðast sást á lífi fyrir fimm árum síðan.

Ákveðið var að girða af svæðið eftir að leitarhundur fór þangað og mun í framhaldinu fara fram ítarleg leit þar, að sögn Irish Independent.

Svæðið sem um ræðir er staðsett skammt frá vatni í garðinum og er að hluta til skógi vaxið.

Lögreglan hefur enn ekki fundið neinar vísbendingar en tæknifólk á vegum lögreglunnar er að störfum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert