Lögreglan á Írlandi staðfestir að leit í almenningsgarði hafi ekki varpað neinu nýju ljósi á hvarf Jóns Þrastar Jónssoar.
Lögreglan hafði girt af leitarsvæði í garði í norðurhluta Dyflinnar. Svæðið sem um ræðir er skógi vaxið.
Garðurinn gengur undir nafninu Santry Park. Byggðist leitin þar á tveimur nafnlausum ábendingum í bréfaformi sem gáfu nýjar vísbendingar í málinu.
Staðfest hefur verið að lögreglu að leitin í garðinum hafi engu skilað sem geti varpað frekari skýringum á hvarf Jóns Þrastar. Lögreglan hvetur bréfritara að setja sig í samband við sig, samkvæmt frétt Irish Independent.
Síðast sást til Jóns Þrastar 9. febrúar 2019 um ellefuleyti að morgni. Ekkert hefur sést til hans síðan, eða í fimm ár.
Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, hefur þakkað lögreglunni opinberlega fyrir að fylgja nafnlausu vísbendingunum eftir.
„Ég vil ítreka...hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldu Jóns að rannsóknin haldi áfram og að fólk sem eitthvað veit komi fram með hvaða upplýsingar sem það er með.“
Að sögn fréttar RÚV, var vísbending sú sem kom fram í fréttinni að Jón Þröstur væri látinn og grafinn í almenningsgarðinum.