Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til Bjarna

55% sjálfstæðismanna bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar.
55% sjálfstæðismanna bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

73% landsmanna bera lítið traust til nýs forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, ef marka má nýja könnun Maskínu. 16% segjast bera mikið traust til hans.

Fram kemur að 69% séu neikvæð gagnvart gagnvart breytingunum sem gerðar voru á ríkisstjórninni á sama tíma og 16% eru jákvæð gagnvart breytingunum.

16% svarenda telja að ríkisstjórnin muni gera meira gagn fyrir þjóðina heldur en fyrri ríkisstjórn á sama tíma og 42% telja að ríkisstjórnin muni gera minna gagn.

Skjáskot/Maskína

9% bera aukið traust til ríkisstjórnarinnar

Athygli vekur að aðeins 9% svarenda bera nú aukið traust til ríkisstjórnarinnar eftir breytingar á ráðherraskipan á sama tíma og 67% bera minna traust til hennar.

Kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna bera almennt minnsta traustið til Bjarna Benediktssonar og eru neikvæðastir gagnvart breytingunum sem gerðar voru á ríkisstjórninni.

Skjáskot/Maskína
Skjáskot/Maskína

Þó vekur athygli að 71% þeirra sem kusu Framsókn eða Vinstri græna í síðustu kosningum eru neikvæðir gagnvart breytingunum á ríkisstjórninni. Jafnframt eru 27% sjálfstæðismanna neikvæðir gagnvart breytingunum.

77% kjósenda Framsóknar og Vinstri grænna bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra samanborið við 26% sjálfstæðismanna. 55% sjálfstæðismanna bera mikið traust til Bjarna.

9% þjóðarinnar ber aukið traust til ríkisstjórnarinnar eftir breytingarnar, ef …
9% þjóðarinnar ber aukið traust til ríkisstjórnarinnar eftir breytingarnar, ef marka má könnun Maskínu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert