Dacia Duster úti í hrauni við gosstöðvarnar

Enginn vegur sést á mynd Hafþórs en utanvegaakstur er bannaður …
Enginn vegur sést á mynd Hafþórs en utanvegaakstur er bannaður á Íslandi. Ljósmynd/Hafþór Skúlason

Dacia Duster-bifreið virtist vera föst úti í hrauni við byrjun leiðigarðsins sem fer vestur út fyrir Bláa lónið í dag.

Hafþór Skúlason tók þessa mynd af bifreiðinni klukkan 17.25. Um klukkan 19 var bifreiðin enn kyrrstæð á sama stað, að því er Hafþór segir í samtali við mbl.is.

Björg­un­ar­sveitarfólk bjargaði þrem­ur ör­magna erlendum göngu­mönn­um á göngu­leiðinni að Litla-Hrút rétt vest­an við Kistu­fell í gærkvöldi.

Ekki óskað eftir aðstoð björgunarsveita

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekkert hafi komið á sitt borð um ferðamenn eða aðra sem gætu hafa fest bílinn sinn á þessu svæði á svona óheppilegum stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka