Hressir krakkar mættu í Hörpu

Stemningin var mikil við setningu hátíðarinnar í Hörpu.
Stemningin var mikil við setningu hátíðarinnar í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barnamenningarhátíð í Reykjavík var sett í Hörpu í morgun en hátíðinni lýkur á sunnudaginn.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var stemningin afar góð. 

Fram kemur í tilkynningu að hátíðin fari fram um alla borg og bjóði upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem séu unnin fyrir börn eða með þeim.

Þema hátíðarinnar í ár er lýðræði en íslenska lýðveldið fagnar 80 ára afmæli í ár.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri við setningu hátíðarinnar.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri við setningu hátíðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lag hátíðarinnar í ár, Spyrja eftir þér, er flutt af gleðisveitinni Celebs, sem samdi lagið. Textinn er samstarfsverkefni þeirra og barnanna í 4. bekkjum borgarinnar. Hljómsveitin steig að sjálfsögðu á svið á setningarathöfninni. 

Celebs steig á svið við góðar undirtektir.
Celebs steig á svið við góðar undirtektir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka