Katrín með mesta fylgið en Halla hástökkvarinn

Katrín og Baldur eru nokkuð afgerandi með mest fylgið en …
Katrín og Baldur eru nokkuð afgerandi með mest fylgið en Halla Hrund bætir við sig verulegu fylgi. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en Baldur Þórhallsson fylgir fast á hæla hennar. Halla Hrund Logadóttir er hástökkvari könnunarinnar.

Þetta kemur fram í könnun Gallup sem Ríkisútvarpið greinir frá.

Katrín Jakobsdóttir mælist með 31% fylgi sem er örlítið meira fylgi en hún mældist með í könnun Gallup fyrir 12 dögum. Baldur mælist með 28% og bætir tveimur prósentustigum við sig. Munurinn á þeim er ekki tölfræðilega marktækur.

Í þessu grafi má sjá fylgi frambjóðenda í könnunum Prósents og Gallup, en það eru einu tvær kannanirnar sem birtar hafa verið í þessari viku. Könnun Prósents var framkvæmd dagana 16.-21. apríl en Gallup framkvæmdi sína könnun dagana 17.-22. apríl.

Halla Hrund bætir við sig 12 prósentustigum

Halla Hrund mælist með 16% fylgi og bætir því við sig 12 prósentustigum frá síðustu könnun. Í könnun Prósents í gær sem unnin var fyrir mbl.is og Morgunblaðið kom einnig fram að Halla Hrund hefði bætt við sig verulegu fylgi. 

Jón Gnarr tapar þremur prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 15% fylgi. Halla Tómasdóttir tapar sömuleiðis þremur prósentustigum frá síðustu könnun Gallup og mælist nú með 4% fylgi.

Arnar Þór Jónsson mælist með 3% fylgi og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mælist með 1% fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með 1% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka