Meirihluti landsins enn snævi þakinn

Gervitunglamynd af Íslandi frá því í gær.
Gervitunglamynd af Íslandi frá því í gær. Ljósmynd/NASA

Nær heiðskírt var yfir landinu í gær og fyrir vikið tókst gervitungli bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA að fanga skýra mynd af landinu utan úr geimnum. „Við erum ekki búin að fá marga svona daga á árinu þar sem það er svona heiðskírt og allt landið sést svona vel,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur við Háskóla Íslands.

„Það er ekkert oft sem allt landið næst á mynd nánast skýlaust. Auðvitað kemur það fyrir, en það er svolítið gaman að það komi núna í vorbyrjun,“ segir hún. Þá sjáist greinilega mörkin á milli landshluta.

Eins og sjá má virðist sem meirihluti landsins sé enn þakinn snjó: „Það er greinilega mjög mikill snjór enn þá á Norðausturlandi og Vestfjörðum, en svo hefur hlánað inn til dala víðast annars staðar.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka