Sádar heiðruðu félag fanga á Íslandi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, tók við viðurkenningunni.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, tók við viðurkenningunni. Ljósmynd/Aðsend

Afstaða, félag fanga á Íslandi, fékk í gær viðurkenningu og gjöf frá innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu og þarlendum háskóla fyrir störf félagsins og mannréttindabaráttu í þágu fanga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afstöðu.

Sendinefnd með fulltrúum innanríkisráðuneytis Sádi-Arabíu og nai Arab-háskólanum eru hér á landi til að kynna sér hvernig endurhæfingar- og fangelsismálum er háttað á Íslandi og víðar á Norðurlöndum.

Sádar ætla að breyta eigin kerfi

„Sádi-Arabía hefur hafið undirbúning á að breyta fangelsiskerfinu hjá sér í átt að Norðurlandamódelinu, sem reyndar Ísland er ekki með nema að hluta,“ segir í tilkynningunni.

Fulltrúar fangelsismálastofnunar á Íslandi ásamt formanni Afstöðu tóku á móti sendinefndinni á Hólmsheiði í gær og verður sendinefndin hér næstu daga. Þá hefur sendinefndin boðið fulltrúa Afstöðu og fangelsismálastofnun að koma til Sádi Arabíu og skoða þeirra úrræði.

„Sádarnir sögðu einnig frá því að þau væru með svipað úrræði eins og Afstaða er, en það heyrir beint undir konunginn og væri því ekki sjálfstætt félag en gerði mjög mikið gagn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert