Stjórn stígi tafarlaust til hliðar

Frá vinstri eru Sigurður Þórðarson, Hilmar G. Þorsteinsson, Gunnar B. …
Frá vinstri eru Sigurður Þórðarson, Hilmar G. Þorsteinsson, Gunnar B. Ragnarsson og Evgenía Mikaelsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég skynja mikinn áhuga á félaginu,“ segir Evgenía Mikaelsdóttir, einn skipuleggjenda opins fundar um málefni MÍR, Menningartengsla Íslands og Rússlands, sem haldinn var fyrir helgi.

Yfir 100 manns mættu á fundinn sem haldinn var í kjölfar harðvítugra deilna um framtíð félagsins og dómsmáls um lögmæti aðalfundar þess. Langflestir mættu á staðfundinn, en einnig var boðið upp á streymi á Zoom.

Geir Waage, fyrrverandi sóknarprestur, var á meðal fundarmanna.
Geir Waage, fyrrverandi sóknarprestur, var á meðal fundarmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu höfðuðu þrír félagsmenn í MÍR mál gegn samtökunum og ógilti Héraðsdómur Reykjavíkur nýverið þrjár ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi MÍR sumarið 2022. Kjör stjórnar félagsins var ógilt og jafnframt sú ákvörðun að selja húsnæði félagsins á Hverfisgötu 105 í Reykjavík og láta andvirði sölu fasteignarinnar mynda stofnfé Menningarsjóðs MÍR.

Evgenía segir að fyrrverandi stjórnendur MÍR virðist engu ætla að breyta þrátt fyrir dóminn. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka