Ollu umferðarslysi og flúðu vettvang

Í miðborginni og nærliggjandi hverfum voru fimm ökumenn stöðvaðir fyrir …
Í miðborginni og nærliggjandi hverfum voru fimm ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn voru handteknir fyrir að valda umferðarslysi og fyrir að flýja vettvang. Þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefnum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu síðasta hálfa sólahringinn. Útkallinu sinnti lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Þar var einnig einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur og tveir ökumenn fyrir að aka yfir á rauðu umferðarljósi.

Í miðborginni og nærliggjandi hverfum voru fimm ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Einn var stöðvaður fyrir að aka ökuréttindalaus á móti rauðu umferðarljósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert