Hvað hyggst Baldur gera á Bessastöðum?

Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir Stefáns …
Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og stjórnmálaprófessor, situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Í upphafi kom framboð Baldurs mörgum í opna skjöldu. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum virðist vera sem Baldur sé á góðri siglingu og er einn þeirra fjögurra frambjóðanda sem nýtur yfir tíu prósenta fylgi. 

Í þættinum verður krefjandi spurningum beint að Baldri og knúið á um svör hvers konar hugsjón hann hefur til embættis forseta Íslands. 

Sérfræðingar í stjórnmálum mæta í settið

Fréttir vikunnar verða einnig á sínum stað í þættinum. Yfirferð á því sem bar hæst á góma í líðandi viku verður í höndum þeirra Halldórs Halldórssonar, stjórnmálamanns og fyrrverandi formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings og er á nógu að taka. 

Vertu viss um að fylgjast með Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert