„Núna ætla ég að fara í laugina og tana“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mætir í Hörpu til að skila inn …
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mætir í Hörpu til að skila inn framboði sínu vegna forsetakosninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara mjög góð tilfinning, þetta er fallegur dagur. Þegar ég er búin hér í dag ætla ég að skella mér í laugina. Svo á ég viðtal hjá Audda og Agli í FM95Blö. Þannig að núna ætla ég að fara í laugina og tana,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem rétt í þessu skilaði inn und­ir­skriftal­ista fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar til Lands­kjörsstjórn­ar

Hvernig forseti verður Steinunn Ólína?

„Steinunn verður forseti sem stendur alltaf með fólkinu í landinu. Steinunn verður forseti sem gengur engra annarra erinda nema að hlusta eftir vilja fólksins í landinu og gæta þess að réttindi landsmanna og íslenskrar náttúru verði ekki fótum troðin,“ segir Steinunn Ólína.

Nú mælist þú með 2-3% fylgi, ertu bjartsýn á að þú náir að rífa upp fylgið?

„Ég vona það. Ég er svo sem ekkert að spá í það á þessum tímapunkti. Í forsetakosningum kýs fólk með hjartanu og ég vona að okkur auðnist að fá forseta sem við treystum til þess að standa í lappirnar með fólkinu í landinu á ögurstundu,“ segir Steinunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert