Verður ekkert sprell en lofar gleði

Jón Gnarr mættur í Hörpu til að skila inn framboði …
Jón Gnarr mættur í Hörpu til að skila inn framboði sínu til embættis forseta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gnarr var léttur í lundu eftir að hann skilaði inn undirskriftalistum fyrir forsetakosningarnar í Hörpu í dag en hann hefur mælst með þriðja til fjórða mesta fylgi frambjóðenda eða á bilinu 15-18% eftir könnunum. 

„Þetta er ákveðin skuldbinding,“ segir Jón.

Ertu bjartsýnn á að þú náir kjöri?

„Já ég er mjög bjartsýnn og rauninni er enginn efi í mínum huga að ég verði næsti forseti Íslands. Það hvílir mjög stöðuglega í mér,“ segir Jón.

Hvernig forseti verður Jón Gnarr?

„Hann verður alþýðlegur og heimilislegur forseti sem er annt um fólkið í landinu og annt um eiga gott samband við fólkið í landinu. Í raun að vera upplýstur um líðan þjóðarsálarinnar á hverjum tíma.“

Þú hefur sagt að það verði ekkert sprell en verður gaman?

„Já það verður nefnilega mjög gaman. Ég mun nota þetta embætti og þetta tækifæri til að setja gleðina í umræðuna. Hún verður eins konar orkuskot í alls konar. Það verður samt ekki sprell. Það er alveg ljóst,“ segir Jón Gnarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert