Dreymdi sjö seli: Katrín verður forseti

Álitsgjafinn Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði á borgarafundi Morgunblaðsins í gær að hún hafði dreymt sjö seli. Það þýði að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands.

Álits­gjaf­arn­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son voru fengin á borgarafundinn með Jóni Gnarr á Ísafirði til að ræða for­seta­kosn­ing­arn­ar og spá í spil­in.

Lilja nefndi undir lokin, spurð um það hvernig forsetakosningarnar myndu fara, að henni hefði dreymt sjö seli.

„Auðvitað þýðir það að Katrín Jakobsdóttir verður forseti Íslands,“ sagði Lilja aðspurð og bætti við:

„Það er næsta víst, eins og maðurinn sagði.“

„Hverfandi líkur á því“

Á fundinum ræddu álitsgjafarnir nýjustu könnun Prósents. Guðmund­ur sagði áhuga­vert að fylgj­ast með könn­un­um og hversu mikl­um breyt­ing­um fylgistöl­ur hefðu tekið. Spurður hvort ein­hver ann­ar ætti mögu­leika á sigri í for­seta­kosn­ing­un­um en þeir fjór­ir sem mæl­ast með mesta fylgið sagði Guðmund­ur:

„Ég myndi halda að það væru hverf­andi lík­ur á því.“

Í nýjustu könnun Prósents mælist Halla Hrund Logadóttir með mest fylgi og Baldur Þórhallsson með næst mest fylgi. Katrín mældist þar á eftir og Jón Gnarr var með fjórða mesta fylgið. 

Hægt er að horfa á borgarafundinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert