Þjóðfélagið verður skemmtilegra

Fötluð ungmenni eiga gjarnan erfitt uppdráttar eftir að þau ljúka framhaldsskólanámi og hefja leit að vinnu. Nýtt úrræði sem snýr að færninámskeiðum er nú í startholunum; hannað til að bæta ástandið til muna. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, settist í Dagmálsmyndver Árvakurs og útskýrði hvað mun breytast og hvernig nýju úrræðin munu koma til með að bæta hag fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

Námið hluti af atvinnuleit

Námið sem Sara segir að verði boðið upp á, verður í formi færnisnámskeiða.

„Við ætlum að bjóða upp a 170 klukkustunda nám sem er ansi mikið. Það skiptist í tvennt; annars vegar fræðsla sem fer fram inn í símenntunarstöðvunum út um allt land og hins vegar í færniþjálfun úti á vinnumarkaðinum. Við erum nú með skrifuð sex störf en við rýndum í hópinn sem er í atvinnuleit og tókum fyrir þau störf sem við sjáum að þau eru að leita í fyrst og fremst. Það eru störf í verslun, lagerstörf, leikskólastörf, umönnunarstörf og störf í ferðaþjónustu og endurvinnslu,“ segir Sara og segir námið þá í raun hluti af atvinnuleitinni. „Þegar þú lýkur þessu námi ertu með skirteini sem er fagbréf atvinnulífsins sem segir til um færni þína sem vinnuveitandinn getur gengið að og veit hvað þýðir, “ segir Sara og telur að mikil eftirspurn verði eftir náminu, en fatlaðir sem nú eru í atvinnuleit eru um 300 manns.

Viðtalið í heild er opið áskrifendum hér. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert