Von á nýjum upplýsingum síðar í dag

Land rís enn við Svartsengi.
Land rís enn við Svartsengi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Ný gögn um landrisið við Svartsengi sem berast fyrir hádegi í dag munu varpa betur ljósi á hvort að hægst hafi á hraða rissins.

Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda fyrir hádegi og meta nýju gögnin. Má búast við frekari upplýsingum síðar í dag.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Hann telur enn of snemmt að segja til um hvort hægst hafi á landrisinu.

Síðustu mánuði hefur hægara landris við Svartsengi verið undanfari kvikuhlaups.

Nú þegar eldgos á sér enn stað er óljóst hvað muni gerast þegar þrýstingurinn í grynnra kvikuhólfinu undir Svartsengi er kominn að þolmörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert