Skortur á fjármunum veldur framkvæmdastoppi

Enn er nokkuð í land með kirkjuna.
Enn er nokkuð í land með kirkjuna. Ljósmynd/Óli Björn Björgvinsson

Framkvæmdir eru nú stopp við nýja Miðgarðakirkju í Grímsey. Þetta staðfestir Alfreð Gíslason, formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju, í samtali við Morgunblaðið en tæp þrjú ár eru síðan gamla kirkjan brann til grunna. Var þá strax hafist handa við að byggja nýja.

Nú þegar hefur framkvæmdin kostað um 130 milljónir króna og áætlað er að kostnaðurinn fari ekki yfir 200 milljónir. Upp á vantar því 70 milljónir króna svo verkið klárist.

Fjárskortur er ein helsta fyrirstaða þess að framkvæmdir geti haldið áfram hratt og örugglega. Samfélagið hefur að undanförnu staðið fyrir peningasöfnun, eða allt frá því gamla kirkjan brann, og stendur söfnunin enn yfir. Vonast er nú til að ferðamenn leggi söfnuninni lið, en búast má við skemmtiferðaskipum til Grímseyjar í sumar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Uppfært: Bætt í fréttina upplýsingum um þá fjármuni sem upp á vantar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert